Arsenal hefur nú á undirbúningstímabilinu gengið illa vægasagt. Á æfingamóti þeirra í Amsterdam töpuðu þeir fyrsta leik sínum og það var gegn spænsku risonum frá Barcelona, þar skoraði eina mark þeirra maður sem ekki er í liði þeirra, Tomas frá Léttlandi sem er á reynslusamningi hjá Arsenal sem þýðir að hann er ekki liðsmaður. Að mestu líkindum mun þessi maður fá samning hjá Arsenal en jæja, áfram í átt að punktinum, Arsenal töpuðu svo í öðrum leik sínum á mótinu núna í kvöld og það var gegn heimamönnunum Ajax 2-0. Svo fyrr í dag á sama móti gerðu Barcelona jafntefli við Ítölsku meistarana Lazio. Það sést nú að Arsenal verði að finna betri leiðir til að ná réttu liði fram miða við stöðu mála.