Nígeríubúinn Lyado Abade er ekki beint venjulegur knattspyrnumaður. Hún hefur verið að leika með kvennaliði í Nígeríu og nígeríska kvennalandsliðinu og farið hreint á kostum, en málið er að að hún er hann. Já dömur mínar og herrar þessi unga stórskemmtilega snót er karlmaður en hefur leikið kvennaknattspyrnu um árabil.

Upp komst um málið um daginn og varð allt vitlaust í Nígeríu vegna þessa því hann var orðinn ein alvinsælasta knattspyrnukona landsins og var meðal annars markahæstur í nígeríska boltanum leiktíðina 1998.

Þetta mál má rekja allt aftur í æsku Abade því hann var alinn upp sem stúlka og hefur því alltaf litið á sig sem kvenmann.

Abade er þessa dagana að safna fyrir kynskiptiaðgerð í Bandaríkjunum því hann þorir ekki að fara í slíka aðgerð í Nígeríu. Þegar henni er lokið er takmark hans að verða besta knattspyrnukona í heimi.

Það verður spennandi að fylgjast með honum í kvennaknattspyrnunni í framtíðinni.
__________________________