
Grétar Rafn Steinsson hjá Sheffield United
Grétar Rafn Steinsson verður við æfingar hjá enska fyrstudeildarliðinu Sheffield United þessa viku. Hann mun æfa með vara- og unglingaliði félagsins fram á föstudag. Hann segir þó í samtali við Morgunblaðið að hann stefni að því að leika með ÍA næstu tvö árin og öðlast þannig reynslu í úrvalsdeild. Voandi heyrum við meira frá þessari ferð Grétars síðar. Sjá nánar á íþróttavef mbl.is