Gerard Houllier, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur lýst yfir aðdáun sinni á þeim Joe Cole og Michael Carrick, en þessir táningar hafa farið á kostum með West Ham í vetur og voru báðir valdir í enska landsliðshópinn sem mun mæta Spánverjum á morgun en Carrick dró sig þó út úr hópnum í dag vegna meiðsla eins og fram kemur annars staðar á síðunni.

Houllier segir að það sé mikilvægt að hafa enska leikmenn í hjarta liðsins og því væru þeir Cole og Carrick fýsilegur kostur. Hann gerir sér þó grein fyrir því að Harry Redknapp sé ekkert allt of æstur í að selja þá.

Hann bætti við að hann hefði reynt að fá bæði Rio Ferdinand og Sol Campbell til félagsins en hefði þó hætt við þar sem þeir hefðu verið allt of dýrir.

Það er ekki hægt að neita því að Liverpool þurfa sóknarsinnaðan miðjumann eins og Cole eða Carrick. Ég væri mjög spenntur að fá þá í Liverpool.
__________________________