Robbie Fowler, fyrirliði Liverpool meiddist á ökla í æfingaleik við Glentoran í gær.  Fowler lenti í árakstri við markvörð Glentoran með fyrrgreindum afleiðingum.  Hann verður að öllum líkindum frá keppni í næstu 2 til 3 vikurnar.  Liverpool-menn unnu leikinn, 4-0, og náði Fowler að læða inn einu marki áður en hann fór útaf, á 32. mín..
Liverpool seldi á dögunum miðvallarleikmanninn David Thompson til Coventry fyrir um 300 milljónir króna.
                
              
              
              
               
        



