Það er nú þannig að þegar að Fylkir tapar stigum á þessu sumri, þá er það saga til næsta bæjar. Fylkismenn afrekuðu það nú í kvöld að gera jafntefli við Breiðablik og hafa einungis eitt stig úr þeirri viðureign.

Nú verður deildin spennandi það sem eftir er.
Staðan í deildinni er sérkennileg þessa daganna. liðin búin að spila mismikið af leikjum þannig að það er ekki allveg að marka þau sæti sem liðin sitja í. Fylkismenn eru þó á toppi deildainnar með 26 stig, 5 stigum betur en KRingar sem sitja í 3 sæti deildarinnar en eiga leik til góða á Fylkismenn. Takist KRingum að innbyrða sigur í þeim leik ver hægt að fullyrða það að leikur KR og Fylkis í 15 umferð landsímadeildarinnar verður úrslitaleikurinn í ár. Sannkallaður 6 stiga leikur.

Fylkir á eftir að spila við KR og Grindavík á útivelli en Fram, Keflavík og ÍA á heimavelli.

KR á eftir að spila við Leiftur, Grindavík og Stjörnuna á útivelli og Breiðablik, Fylki og ÍBV á heimavelli.

Það má því með sanni segja að leikur þessara toppliða verður beðið með mikilli eftirvæntingu í Árbænum og Vesturbænum.
Eftir jafntefli Fylkismanna í kvöld eru þessi lið komin aftur í þá stöðu að geta treyst á sig sjálfa. Það þarf ekki að vona að þetta lið eða hitt geri einhverjar gloríur. Það er bara á sjálfan sig að treysta.
Það er staðreynd að vinni annað hvort þessara liða alla þá leiki sem eftir eru á þessu sumri stendur það uppi sem Íslandsmeistarar. Eitt feilspor á þeirri leið verður dýrkeypt.

Nú er boltinn orðinn verulega spennandi og gaman að fylgjast með því hvernig staðan verður 20. ágúst í Frostaskjólinu.