Real Madrid hefur gert tilboð í franska leikmanninn Zinadine Zidane.  Zidane 
leikur nú með Juventus.  Tilboðið hljóðar upp á 4 milljarða króna og myndi 
brasilíski tengiliðurinn Flavio Conceicao fylgja með. Conceicao er reyndar 
ekki genginn í raðir Real Madrid en spænska liðiðmun að ölllum líkindum kaupa 
hann af Deportivo La Coruna fyrir 1,3 milljarða króna.  Menn hugleiða þó 
hvernig Real ætlar að fjármagna kaupin, en félagið er stórskuldugt, m.a. vegna kaupanna á Luis Figo fyrir 4,5 milljarða króna.
                
              
              
              
               
        



