Dómaraskandall á Anfield Liverpool unnu Roma samanlagt 2-1 í Evrópukeppni félagsliða og eru komnir áfram. Seinni leikurinn sem fram fór á Anfield Road fór 0-1. Það var Giovanni Guigou sem skoraði sigurmarkið í leiknum, en markið fellur þó alveg í skuggan á frammistöðu dómarans, Jose Maria Garcia-Aranda frá Spáni. Enginn botnaði neitt í dómgæslu hans í síðari hálfleik en hann m.a. dæmdi vítaspyrnu á Liverpool í stöðunni 0-1, en hætti svo við vítaspyrnuna og dæmdi horn í staðinn! Eftir þetta var ekki aftur snúið og Rómverjar komust upp með mörg ljót brot og jafnvel slagsmál án þess að dómarinn aðhafðist neitt.

Kvöldið var hrein martröð fyrir ítölsku liðin. Auk Roma, þá voru Inter Milan og Parma einnig slegin út, sem þýðir að AC Milan eru eina ítalska félagsliðið sem eftir er í evrópukeppni í ár.