Sven Göran Eriksson vonast til að geta fengið Dominic Matteo, yrirverandi leikmann Liverpool,til að snúast hugur og leika með enska landsliðinu en ekki því skoska. Matteo sem hefur átt frábært tímabil fyrir Leeds á tímabilinu á vinstri vængnum og þá sérstakega í meistaradeildinni þar sem hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp fyrir aðra og leikið frábærlega. Landsliðsþjálfarinn sem tilkynnir hóp sinn síðar í dag vill ólmur að Matteo leiki frekar fyrir England en Skotland en Matteo hefur leikið einn leik fyrir skoska landsliðið en þar sem það var æfingaleikur þá er hann enn gjaldgengur í enska landsliðið. Spurningin er bara sú, getur Matteo leist vandamál enska landsliðsins á vinstri vængnum en ég tel hann ekki nógu sterkan leikmann fram á við þó hann sé framúrskarandi í að verjast. Sendingar hans eru engan veginn nógu góðar og hann virðist oft reyna að fela sig á vinstri kanntinum í stað þess að sýna sig til að fá boltan. En ætli það sé ekki betra að hafa “solid” örfættan vængmann á vinstir kanntinum heldur enn réttfættan leikmann sem spilar í stöðu sem hann leikur ekki að jöfnu með sínu félagsliði.