Leeds er allsekki í góðum málum þessa dagana þar sem að þeir duttu niður í næstneðsta sæti þar sem að þeir töpuðu á móti Liverpool 3-1.Og í dag greindi stjórn þess frá mettapi á síðasta fjárhagsári,en tapið nam 49,5 milljónum punda eða um 6,5 milljarði króna og skuldir félagsins eru nú komnar yfir 10 milljarða króna.Maður hélt að þeir væru nú búnir að rétta úr kútnum þar sem að þeir eru meðal annars búnir að selja:Ferdinand fyrir 30,Woodgate,Bowjer,Kewell,Daqourt.En reyndar búnir að gera fáránleg kaup eins og Fowler 11 en seldi hann siðan fyrir 5,og Robbie Keane fyrir 12 en seldi hann fyrir 6.>Þetta enska úrvalsdeildarlið sem var nú einu sinni eitt af þeim bestu og gerðu ágæta hluti í Meistaradeildinni fyrir nokkrum árum en núna að berjast um að halda sér í deildinni.Og ef þeir fara að selja leikmenn eins og Viduka,Smith og Robinson þá eru þeir farnir niður að mínu mati en þeir gætu þurft að losa sig við þá vegna fjárhagsörðuleika.En þessir leikmenn örugglega á himinháum launum eins og allir þessir atvinnuleikmenn í fótbolta en penangarnir eru alveg farið í öfga og Leeds gæti nú ekki verið eina félagið í þessum málum því að það verða örugglega fleiri félög sem eiga eftir að lenda í vandræðum vegna peninga á næstu árum.