Ég ákvað að taka frétt sem ég skrifaði á spjalli fótbolta.net og deila henni hér á huga.is með boltaáhugamönnum, athugið að fréttin er skrifuð 15 oktober. Nú er spurning hverjir munu falla úr Ensku úrvalsdeildinni. Hér eru nokkur lið sem ég tel koma til greina.

Wolves:
Ég held að fáir mótmæli við þeirri tilögu að úlfarnir munu falla, þeir eru að spila hræðilega vörn og bitlausan sóknarleik.Þeir hafa nokkra gamla refi eins og Paul Ince . Heldég að þeir munu drulla á sig í vetur.
Niðurstaða : 20 sæti

Leicester:
Miklar mannabreytingar urðu á Leicester efir komuna upp. Micky Adams kann sitt fag í þessum bolta, Leicester er nú ekki í miklu uppáhaldi hjá mér og það er nokkuð ljóst að Leicester munu standa í mikilli fallbaráttu. Mitt mat að þeir fari niður aftur.
Niðurstaða: 19 sæti

Leeds:
Já það eru ekki mörg lið sem fara úr toppliði í Evrópu niðrí botnlið á Englandi á aðeins 3 árum, fáranlegt með meiru.frammistöðu Viduka. Kannski er málið að margir eru farnir, má þar nefna Kewell, Woodgate, Rio, Boywer, Robbie Keane og fleiri. Leeds er mjög leiðinlegt lið núna en hinsvegar með hörkukeeper. Veltur mikið í vetur á frammistöðu Viduka.
Niðurstaða: 16 sæti

Bolton:
Gudni Bergson farinn og þá hlýtur Bolton að falla, þarf ekki að vera en erfitt verður það alveg eins og seinustu ár. Jay Jay og Davies eru góði leikmenn og Sam Allardyce er fínn Manager
Niðurstaða: 17 sæti

Aston Villa:
16 sæti í fyrra , managerinn rekinn og einhver læti í derbyslag þar sem Dion Dublin skallaði Robbie (hor) Savage. ógeðslega töff, ekki að ég sé að réttlæta svona hegðun á vellinum en einhver á svona skilið þá er það Robbie Savage. Það er spurning hva Dabbi getur gert með þetta lið þar sem aðeins 2 leikmenn voru keyptir í sumar. Ég spái því að þeir falli eftir harða keppni.
Niðurstaða: 18 sæti

Middleboro:
Lið með Juninho, Mendieta og Gareth Suðurhlið ætti ekki að vera í fallbaráttu en það stefnir hinsvegar í það, ætli þeir endi ekki í kringum 15 sæti eða eikkað.
Niðurstaða: 15 sæti

Fulham:
Fulham var spáð falli nánast allstaðar í sumar en Coleman virðist hörkumanager og gaman að sjá liðið um þessar mundir. Boa Morte og fleiri eru loksins farnir að spila eins og menn. Svo er spurning hvort þeir haldi þessum góða árangri áfram. Ég held það nebbla en kannski ekki í topp 10, þeir munu væntanlega dala eikkað neðar en eiga gott tímabil.
Niðurstaða: 14 sæti

SVo gætu lið eins og Birmingham, Tottenham, Charlton og Porstmouth blandað sér í þessa fallbaráttu en ég tel það hæpið.

Ég er kannski að missa mig í þessum þræði en það er bara út af gríðarlegum áhuga mínum á fótboltanum.

Ég væri til í að fá álit ykkar.

Freddy líka nefndur Súrmjólkin.