Þar sem að einhver er byrjaður með greinaröð um gamlar hetjur á ítalska boltanum þá ákvað ég að gera það sama hér á þeim enska. Ég ætla að byrja á grein um Paul Gascoigne.

Nafn: Paul Gascoigne
Gælunafn: Gazza
Fæðingardagur: 17 maí 1967
Fæðingarstaður: Gateshead

Gazza hóf feril sinn með heimabæjarliðinu í Newcastle. Þaðan lá leiðin til Tottenham 1988 og fengu Newcastle 2 milljónir punda fyrir hann.

Hann var fljótt valinn í enska landsliðið og lék stórt hlutverk fyrir þá á HM 90 á Ítalíu.
Englendingar komust þar í undanúrslit og mættu þar Ítalíu og var frægt þegar að hann brást í grát þegar að hann fékk gult spjald sem að hefði hindrað hann í að spila úrslitaleikinn. En Englendingar töpuðu leiknum.

Ferill hans hjá Tottenham var farsæll og hann leiddi þá til úrslitaleiks í FA cup 91' þar sem að þeir mættu Notts. Forest og unnu. Á fyrstu mínútu leiksins leinti Gazza í harðri tæklingu frá Gary Charles sem að hélt honum utan vallar í rúmt ár. Þar af leiðandi var beðið með að selja hann til Lazio en þeir höfðu ætlað að kaupa hann á 5.5 milljónir punda. Lazio gengu svo frá kaupunum 92'. Hann átti erfitt uppdráttar hjá Lazio og spilaði aðeins 42 leiki þau 3 ár sem hann var þar.

Hann var að lokum seldur til Rangers og gekk svo til liðs við Middlesbrough. Þar var hann í tómu rugli og hljóp meðal annars nakinn í kringum Riverside, heimavöll Boro.

Síðan þá hefur hann átt frekar erfitt og verið á mála hjá mörgum liðum en ekki fundið sig. Þar má nefna Everton, Burnley og liði í Kínversku 2. deildinni.

Hann hefur nú verið að reyna að koma sér í form og hefur fengið að æfa með Wolves og þykir jafnvel sennilegt að Dave Jones stjóri Wolves geri samning við hann.

Þetta er nóg í bili, en ef þið viljið fá fleir svona greinar látið mig vita.

Kveðja,
Gummo 55