Keane ekki sáttur Flestir muna eftir ummælum keane um áhorfendur á Old Trafford í fyrra. þar skammaði hann áhorfendur fyrir að vera ekki áhorfendur, heldur meira eins og fjölskyldur í lautarferð. Núna eru það hins vegar leikmenn man Und sem hann er að setja út á. Hann vill meina að leikmenn séu ekki að gefa sig í leikinn. Mikið til í því, því Manchester er farið að minna meira á Liverpool í leik sínum. Ekki misskilja mig, ég er poolari, en játumþað, liverpool hafa ekki verið að sýna góðan leik í allan vetur, þótt þeir séu á siglingu núna.
Ég held að flestir bolta menn séu sammála mér í því að leikur Man Utd hefur dalað undanfarið, enda hlýtur það að vera erfitt að halda einbeitingu þegar maður er því sem næst búin að vinna deildina, og því sem næst komin áfram í meistaradeildinni. En hins vegar getur það forskot verið fljótt að fara ef menn fara bara í leikina með hálfum hug.
Vonandi bara að leikmenn Man Utd hlusti ekki á Keane, svo að Liverpool vinni fjórar dollur í ár…(common, maður má nú vera bjartsýnn)