Lilian Thuram hefur lýst því yfir að hann geti vel hugsað sér að yfirgefa herbúðir Parma. Thuram er reyndar með samning við Parma til 2005 en er til sölu fyrir góða upphæð.
Hann vill vinna ítalska meistaratitilinn með Parma, en er orðinn 29 ára gamall og ég sér ekki titil á næstunni hjá Parma.
Þessar yfirlýsingar gleðja ekki stuðningsmenn Parma þar sem þeir geta ekki hugsað sér að missa Thuram eins og þeir hafa misst Zola, Veron og Crespo undanfarin ár.

Ef Thuram er einhver alvara með þessum yfirlýsingum þá eru örugglega mörg stærstu félög Evrópu áhugasöm um að krækja í kappann.