Reiðir Leedsarar Leeds mæta til leiks gegn Anderlecht í meistardeildinni í kvöld með hug á því að tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum. En það er meira en öruggt sæti í 8 liða úrslitum sem drífur liðið áfram í kvöld. Þjálfari Anderlecht Aime Anthuenis hefur ekki sýnt Leeds neit nema lítilsvirðingu í viðtölum eftir fyrri leikinn sem Leeds vann verðskuldað 2-1. Hann hefur talað um að lakara liðið vann og að það eigi að vera einfalt fyrir sýna menn að valta yfir Leeds á Belgíu! Ef þetta er einhver sálfræði herferð ala Ferguson þá held ég þessi ágæti maður sé á villigötum. Honum hefur tekist að reita leikmenn Leeds til reiði og á O´leary auðvelt verk fyrir höndum í klefa Leeds fyrir leikinn þegar hann reynir að koma mönnum í rétt keppnisskap!
Oliver Dacourt hefur lofað Aime Anthuenis að hann fái að sjá gott lið í 8 liða úrslitum keppninar í sjónvarpinu. Dacourt tekur þó fram að Leeds hafi ekki verið að spila vel í fyrri leiknum, en samt betur en andstæðingurinn sem ætti að segja heil mikið um Anderlecht liði. Og er það ekki líka einkenni góðra liða að vinna þó þau spili illa?!?!
Alan Smith hefur líka verið að tala um leikinn og hefur hann lofað áhorfendum því að Leeds mæti til leiks til að sækja enda sé hann á þeirri skoðun að sókn sé besta vörnin.
Svo er bara að vona að Leeds standi við stóru orðinn vinni baráttuna á miðjunni og sæki hratt á fámenna vörn Anderlecht sem oft er ekki fjölmennari en 3 menn og skjóti þá í kaf!