Ég ætla ekki að tala um sögu félagsins heldur ætla ég að tala um styrkleika og veikleika þessa félags, það er að segja um leikmenn og annað slíkt.

Byrjum bara alveg á byrjuninni;

1. Fabien Barthez;
Hann er mjög góður en mistækur markmaður hann er búinn að missa sæti sitt í liðinnu fyrir Tim Howard og verður gaman að sjá baráttu um byrjunarliðssæti milli þeirra tveggja, en Howard er víst búinn að hafa það það sem liðið er af leiktíðinni.
Hann kom frá Monaco árið 2000 eftir að hafa verið heims og Evrópumeistari með Frakklandi og var hann þar að sýna snilldartakta í landsliðinnu en hann er búinn að spila 60.landsleiki fyrir þjóð sína.
Kallinn er því miður að brenna út.

2. Gary Neville;
Þessi maður er mikill snillingur sem er búinn að halda sér í byrjunarliðinnu nokkuð lengi, hann er með mjög góð framhjá hlaup en mætti þó aðeins fara æfa sig varnarlega og tæknilega séð en hann er rudda bakvörður og er búinn að vera í Manchester frá unga aldri.

Hann er búinn að spila 58.landsleiki fyrir England.

3. Phil Neville;
Bróðir Gary er líka að gera góða hluti núna, hefur spilað með góðum árnagri allstaðar á miðjunni undanfarið og bætir hann sig með hverjum leiknum, hann er eins og bróðir sinn búinn að vera í Manchester frá unga aldri og er kominn til að vera.

Sá kauði er búinn að spila 43.landsleiki fyrir þjóð sína, England.

4. Enginn númer þetta.

5. Rio Ferdinand;
Vandræðagemsinn Rio Ferdinand er alveg helvíti góður hafsent og ofarlega á bestu varnamönnum heims, hann byrjaði að spila hjá West Ham þegar hann var 17 ára að aldri. Þaðan fór hann til Leeds þegar hann var orðinn eldri, fyrir 18 milljónir punda og var þá dýrasti varnamaður Englands þangað til að Manchester menn keyptu hann fyrir 30.milljónir og það met er skrifað í bækur til að vera held ég.
Það er erfitt að trúa en þessi varnamaður spilaði sem frammherji á sínum yngri árum og skoraði yfir 30.mörk á leiktímabilum þá en ekki er hann en búinn að seta mark með Manchester frá því að hann kom þangað.
En hann var svakalega góður á HM 2002 og var maðurinn bakvið vörninna þar en seinustu daga eru einhver vandræði búinn að vera á honum. Þessi sæti varnamaður er þá búinn að spila 33.landsleiki fyrir England og á mikið eftir því hann er mjög ungur enn.

6. Wes Brown;
Hafsentinn sem því miður ég hata fyrir mistökinn sín en hann getur verið fínn stundum og hefur átt sýna góða leiki, en meiðsli eru mikið hjá honum sem er búið að skemma mikið fyrir honum en ég veit það ekki er hann nógu góður fyrir Man Utd?
Hann er búinn að spila 7. landsleiki fyrir England, hann verður vonandi betri í frammtíðinni en hann er nú líka bara 24.ára (nýorðinn) ennþá.

7. Cristiano Ronaldo;
Ég hef ekki mikið að tala um kauða annað en að en að lýsa honum sem eitt besta efni sem Manchester hefur fengið og er eftir að vera, tvímannalaust besti leikmaður heims einhvern daginn, ekki þarf hann á meiri tækni að halda en þarf að fara vanda sig í stuttum sendingum.
Þessi drengur uppgvötaðist í leik Manchester og Sporting í sumar og eftir leikinn voru leikmenn Manchester að segja Ferguson að kaupa þennan leikmann sem var valinn maður leiksins í þessum leik, þeir keyptu hann stuttu eftir leikinn á 11.milljónir punda.
Hann er búinn að spila einn landsleik með Portúgal.

8. Nicky Butt;
Hann er einn af þeim leikmönnum sem komu í gegnum unglingaliðið og er búinn að vera góður bekkjarmaður seinustu leiktíðir sá kauði stendur sig sjaldan illa og sjaldann mjög vel, hann er bara miðlungsleikmaður.
Lítið hægt að tala um hann nema hann er búinn að spila 29.landsleiki með Englandi.

9. Enginn leikmaður

10. Ruud van Nistelrooy;
Veit ekki hvort ég þurfi að tala um hann, hef lítið að segja um hann nema hann er einn besti leikmaður heims í dag! Hann er búinn að sýna það og sanna að hann er besti markaskorari heimsins og liggur enginn vafi á því, Ferguson tók mikla áhættu þegar hann keypti hann því hann var búinn að vera meiddur í 18.mánuði áður en hann kom og hann hafði alltaf meiðst þegar Manchester buðu í hann.

Hann er vonandi hérna til þess að vera og vona ég það að hann verði hér til fertugs! En þessi gaur er víst búinn að keppa 27.leiki fyrir þjóð sína, Holland.

11. Ryan Giggs;
Snillingurinn sjálfur, hann er búinn að vera í Manchester mjög lengi og deilir bestu tækni félagsins með Ronaldo, hann er mjög hraður og hefur verið minn uppáhaldsleikmaður seinustu árin.
Hann var í liðinnu sem vann Youthcup 1993 ásamt: Scholes, P.Neville, G.Neville, Beckham, Butt og fleiri.
Hann er búinn að spila 43.landsleiki fyrir þjóð sína, Wales.

12. David Bellion;
Mér brá þegar Manchester voru að kaupa bekkjarmann hjá Sunderland sem setu met í að vera með lítil stig á einu tímabili í úrvalsdeild, en Ferguson sýnir enn og aftur hvað hann er góður þjálfari því þessi kauði sýnist nú bara vera helvíti ágætur.

En ég hef bara séð hann spila einu sinni, á móti Stoke í byrjunninni á leiktímabilinu og var hann fínn frammi, var á leiknum :D, en hann hefur ekki enn leikið landsleik fyrir þjóð sýna.

13. Roy Caroll;
Veit lítið um þann kauða nema hann er fínn í marki og var góður þegar Barthez var að detta úr liðinnu en gerir aðeins of mikið að mistökum!
Við fengum hann frá Wigan en hann er búinn að spila fyrir Norður Íra 11.leiki.


14.Tim Howard;
Hann er búinn að sýna sig hver er markmaður númer 1 hjá þeim mönnum, en hann verður að halda áfram að sýna sig og verða betri markmaður.
Hann kom frá liðinnu New Jersey Metrostars frá Bandaríkjunum núna á þessu leiktímabili og var hann þar valinn besti Nickelodeon leikmaður ársins og líka besti markmaðurinn. Hann er ekki aðeins fyrir fótbolta heldur var hann áður körfuboltamaður en ákvað að halda áfram í fótboltanum.

Hann hefur spilað 6.landsleiki fyrir Bandraíkjin og hefur víst standið sig með príði en það er enginn pappakassi sem er aðal markmaður þar en það er Brad Friedel markmaður Blackburn.

15. Kleberson;
Þetta er ný brasilísk stjarna að koma upp, hann kom frá liðinnu Atletico Paranaense í sumar eftir að nokkur lið voru búinn að vera á eftir honum, hann spilaði mjög vel á HM 2002 og er mjög ungur leikmaður, 24.ára, og er búinn að standa sig með prýði af því sem ég er búinn að sjá hann.

Hann er búinn að spila 15.landsleiki fyrir gott lið Braselíu.

16. Roy Keane;
Maðurinn sjálfur, Roy Keane, hefur verið töffari Manchester lengi og sjá t.d. tæklingunna á Haaland. Hann er oft maðurinn sem kemur með stungur og hefur mjög góðar lágar sendingar, hann er mikill leiðtogi og verður það áfram.
Hann kom frá Nott. Forest fyrir 10.árum og er búinn að vera í byrjunarliðinnu síðan, hann var mjög góður í að fá spjöld á sig en er búinn að lækka sem betur fer núna.

Hann er búinn að leika 58.landsleiki fyrir Íra.

17. Ricardo;
Hann er fínn markmaður en á því miður ekki ennþá séns í byrjunarliðið en þessi markmaður kom árið 2002 frá Sevilla. Ekkert meira að segja um hann nema búinn að spila einn landsleik með Spáni.

18. Paul Scholes;
Vanmetnasti maður ensku deildarinnar ásamt Hamann, hann hefur góðar sendingar og góð skot, hann er klassaleikmaður í alla staði sem er búinn að spila lengi með Manchester og hefur hann skorað mörg mikilvæg mörk fyrir félagið.
Hann er búinn að leika 58.landsleiki fyrir England.

19. Eric Djemba-Djemba;
Hef lítið séð hann spila en hann er víst mjög góður vinnuhundur og líkist Keane mikið, kanski bara arftaki hans?
En hann er með góðar sendingar og vinnur eftir boltanum eins og hann eigi lífið að leysa, hann er ‘rising star’ eins og maður segir.
Hann hefur ekki ennþá leikið landsleik fyrir þjóð sýna Kamerún en held ég að það sé ekki langt í það.

20. Ole Gunnar Solskjær
Þá er komið af manninum sem margir kalla ‘Supersub’ vegna marka hans sem hann skorar þegar hann kemur inná sem varamaður. Hann er nú búinn að vera leysa Beckhams stöðu vel en núna er hann því miður meiddur lengi og verður gaman að fylgjast með honum í vetur.

Hann spilar fyrir frændur okkar í Noregi og hefur hann spilað
59.landsleiki.

21. Diego Forlan;
Lítið að segja um hann nema hann er farinn að vera lélegur þegar hann kemur inná en hann er ungur þannig við gefum honum séns, það verður gaman að sjá hann spila í frammtíðinni, vonandi.

Hann spilar með Úrugvæ og hefur spilað 10.landsleiki.

22. John O'Shea;
Klassa leikmaður sem hefur tekið miklum frammförum og stefnir á að vera einn af mörgum unglingastjörnum Manchester, hann getur spilað alls staðar í vörn og hefur spilað ámiðjunni með góðum árangri. Hann er önnur ‘rising star’ á Old Trafford hann hefur leikið
9.leiki með Írlandi.

27. Michael Silvestre;
Mjög góður og vinnusamur varnarmaður og er mjög góður í framhjáhlaupum og þannig dóti hann hefur líka verið að skila hafsentnum mjög vel, og hann er kominn til að vera vonandi.

Hann hefur spilað með Franska 23 leiki.



Þetta var mitt álit á leikmönnum Manchester liðsins vonandi enginn skítköst og komið með rökstyðinn svör, Takk Fyrir og Bless

Kveðja Gísli

P.s. Er Man Utd maðu