Rivaldo launahæstur
              
              
              
              Brasilíski knattspyrnumaðurinn Rivaldo hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Barcelona.  Hann er hér með orðinn launahæsti knattspyrnumaður heims með um 400 milljónir króna í laun á ári eftir að búið er að draga skatta frá.  Rivaldo sagðist vera hamingjusamur núna og að hann vildi aldrei yfirgefa Barcelona.
                
              
              
              
              
             
        



