Enska knattspyrnusambandið og hótanir þeirra. Í kjölfar óeirða og slagsmála í leik Leeds og Tottenham á síðasta tímabili ákvað enska knattspyrnusambandið að ekki væri nóg að sekta lið, það þyrfti líka að draga stig af þeim.
Í leik Arsenal og Chelsea í bikarnum um síðustu helgi kom upp svipuð staða. Leikmenn hópuðust saman, ýttu í hvern annað og rifust í andstæðingum jafnt sem dómara. Nú er bara að sjá hvað ætlar FA(enska knattspyrnusambandið) að gera? Búist er við að bæði lið verði sektuð um 250.000 pund en er FA menn til að standa við hótanirnar frá því í fyrra, þ.e. að draga tvö stig af hvoru liði. Ég held ekki, væri kannski gert ef þetta hefði gerst í leik Bradford og Southampton eða sambærilegra liða en ég hef ekki trú á refsing stórliðana verði svo hörð. Reyndar var þetta bikarleikur þannig að það er mjög hörð refsing að draga stig af liðunum, en gul og rauð spjöld fara á milli keppna sem FA stendur fyrir þannig að það eru varla góð rök.
Ég persónulega er reyndar á móti því að dregin séu stig af liðum fyrir eitthvað sem gerist í hita leiksins, svo ekki sé talað um jafn stóran leik og þennan, en ef FA ætlar að standa í svona hótunum þá eiga þeir að standa við það, annars er ekkert mark takandi á því sem þeir segja.