Franska íþróttatímaritið L'Equipe gaf nýlega út lista yfir ríkustu knattspyrnufélög Evrópu. Það skal engan undra að enska stórliðið Manchester United er þar efst á lista með 10 milljarða króna í veltu á ári. Bayern München er í 2. sæti með 9,2 milljarða, Real Madrid í því 3. með 7,9 milljarða, Barcelona er í 4. sæti með 7,7 og ítalska liðið Juventus er í 5. sæti með 6,5 milljarða veltu á ári.