Gamlar Kempur. Nr.2 Giancarlo Antognoni Giancarlo fæddist 1 apríl 1954. Tengiliður og aukaspyrnusérfræðingur var Giancarlo mikilvægur fyrir Fiorentina og Ítalíu á áttunda (1970) og níunda (1980) nýliðinnar aldar. Hann var kóngur miðjunnar bæði sterkur og leikinn gerði hann leikinn skemmtilegan með leikni sinni og fallegum aukaspyrnum.

Þegar hann fyrst steig á svið var hann talinn næsti gullni strákur Ítalskrar knattspyrnu, strákur sem gæti farið í fótspor Gianni Riviera hjá Milan. Hann fór frá litla bæjarklúbbnum til Fiorentina 1972 og innan tveggja leiktíðna var hann orðinn landsliðsmaður. Fjórum árum síðar (1978) misstu hann og Ítalía rétt af heimsmeistaratitlinum þrátt fyrir að hafa unnið gestgjafana frá Argentínu stórkostlega. Hann komst yfir alvarleg meiðsli 1981 rétt áður en hann sýndi stórkostlegan árangur með Ítalíu 1982. Hann var lykilmaður í sigrunum á Argentínu og síðar 3-2 sigur á móti Brasilíu sem þeir urðu að vinna. Hann meiddist í undanúrslitaleiknum gegn Póllandi og missti af úrslitaleiknum.


Heima fyrir var hann ávallt tryggur Fiorentina og eini frægi sigur sem lið hans vann var þegar þeir unnu Ítalska Bikarinn 1975.

Takk fyrir mig

Heineken - Heineken

Heimildir:

Championship Manager (eins og vanalega)