Ruud Van Nistelrooy Rutgerus, eða Ruud Van Nistelrooy fæddist þann 1. júlí 1976 í Hollenska bænum Oss. Hann byrjaði snemma að hafa áhuga á íþróttum, og stundaði flest sem var í boði í skólanum, en fótbolti var sú íþrótt sem hann skaraði hvað mest fram úr í. Í fyrstu spilaði hann sem aftasti maður í vörn fyrir bæjarliðið í Oss, en þegar 2. deildarliðið Den Bosch keypti hann árið 1993, fékk hann tækifæri til að spila sem fremsti miðjumaður.

Það tók Ruud fjögur ár að komast upp í Hollensku 1. deildin, en það gerðist árið 1997, þegar SC Heerenveen keypti hann. Fyrsta tímabil sitt hjá Heerenvenn skoraði hann 13 mörk í 30 leikjum, þá sýndi hann heiminum að hann var framherji af Guðs náð.

Ruud gekk síðan til liðs við PSV Eindhoven á 22 ára afmælisdegi sínum, fyrir 4.2milljónir punda, sem var metsala á milli Hollenskra félaga. Ruud byrjaði frábærlega hjá PSV og skoraði fyrsta mark sitt fyrir félagið gegn gömlu félgögum sínum í Heerenveen. Og aðeins fjórum mánuðum síðar fékk hann að spila sinn fyrsta landsleik, en sá leikur var 1-1 jafntefli gegn Þjóðverjum.
Þetta tímabil var hreint út sagt frábært hjá Ruud, hann gekk til liðs við eitt stærsta félagslið í Hollandi, tryggði sé sæti í landsliðinu, skoraði 31 mark fyrir PSV, var kosinn leikmaður ársins í Hollandi og endaði númer tvö í European Golden Boot.
Ruud var það hátt í metum hafður, að stuðningsmenn heima í Hollandi fóru að líkja honum við Marco Van Basten. Sem er talinn einn besti knattspyrnumaður fyrr og síðar, og er í guðatölu í Hollandi.

Í apríl 2000 leit allt út fyrir að Ruud gengi til liðs við Manchester United, en þegar hann gekkst undir læknisskoðun kom í ljós að eitthvað var að hrjá hann í hægra hnéinu. Læknar United vildu framkvæma aðgerð til að kanna hvað væri að, en því neitaði Ruud, því að hann vildi ólmur spila á EM 2000 í heimalandi sínu. Ruud hefði betur leyft læknum United að framkvæma þessa aðgerð, þar sem hann féll í jörðina á æfingu, aðeins tveim dögum síðar. Ruud hafði slitið liðamót í hnénu.

Ferill hans var í hættu, þar sem þessi meiðlsi þykja gríðalega erfið. En Ruud var í miklu sambandi við ýmsa leikmenn sem höfðu ná sér eftir samskonar meiðsli, helst ber að nefna leikmenn eins og Ronaldo, Roy Keane, Marc Overmars og Lothar Matthaus. Einnig var hann í stöðugu sambandi við sir Alex Ferguson.

Þessi stuðningur skilaði greinilega miklum árangri, þar sem Ruud náði sér ótrúlega hratt, og aðeins 11 mánuðum síðar var hann farinn að spila aftur fyrir PSV, og skoraði tvisvar í fyrsta leik sínum eftir þessi erfiðu meiðsli. Þann 23. apríl 2001 gekk Ruud svo loks til liðs við Manchester United fyrir 19 milljónir punda, eftir að hafa hafnað tækifæri til að ganga til lið við Real Madrid.

Á aðeins tveim árum hjá PSV hafði Ruud skorað 63 mörk, og stuðiningsmenn United, sem og í raun allir sem eitthvað um þennan ótrúlega leikmann vissu, biðu spenntir að sjá hvað hann gæti gert með Rauðu djöflunum.
Hann var samur við sig og skoraði í fyrsta leik sínum með United, í góðgerðarskildinum gegn Liverpool. Ruud hélt áfram að skora, skora og skora og í lok tímabilsins voru mörkin orðin 36. En þrátt fyrir það lauk United tímabilinu án bikars, í fyrsta sinn í fjögur ár. Arsenal unnu deildina það ár.

Ruud ætlaði sko ekki að láta það gerast aftur, og sýndi heiminum að hann er án vafa einn besti framherji í boltanum í dag. Hann skoraði hvorki fleiri né færri en 44 mörk fyrir Manchester United, og eftir ótrúlega jafna og spennandi baráttu náðu Rauðu djöflarnir að vinna Úrvalsdeildina árið 2002-2003.