Lögreglan á Englandi ákærði á föstudaginn 23 stuðningsmenn Stoke fyrir óeirðir á leik gegn Cardiff á síðasta ári. Áður höfðu um 80 manns verið ákærðir í þessu sama máli, sem er stærsta rannsóknarmál sem lögreglan hefur staðið fyrir á Englandi í sambandi við óeirðir á knattspyrnuleikjum. 39 manns slösuðust í látunum sem stóðu yfir á meðan á leik stóð og einnig eftir hann.



Annars gerði Stoke jafntefli á laugardag gegn nágrönnunum í Port Vale 1-1. . James O´Connor kom Stoke yfir á 55. mínútu en David Brammer jafnaði á 81. mínútu. Fjórir Íslendingar voru í byrjunarliði Stoke, Birkir Kristinsson, Brynjar Gunnarsson, Bjarni Guðjónsson og Ríkharður Daðason. Þeir fengu allir sjö í einkunn á www.sports.com fyrir utan Rikka sem fékk sexu. Stefán Þórðarsson sat á varamannabekknum hjá Stoke.