Nwankwo Kanu gagnrýndi Arsene Wenger opinberlega í síðustu viku en það gerði líka Dennis Bergkamp. Bergkamp skammaðist út í Wenger á miðvikudag fyrir að hafa ekki viljað leiðrétta þann misskilning að hann væri hræddur við að ferðast með lestum og að það væri ekki ástæðan fyrir því að hann spilaði ekki með gegn Lyon.

Þegar Wenger var spurður út í af hverju Kanu hefði ekki fundið sitt rétta form í vetur sagði Wenger að Kanu þyldi ekki enskt veðurfar. Þá útskýringu sætti Kanu sig ekki við og vill meina að menn spili ekki vel nema þeir fái að spila.

“Ég trúi á sjálfan mig og ég veit vel hvað ég get gert. Ég legg mig alltaf 100% fram í hvert skipti sem ég fæ tækifæri. En maður er ekki í góðri leikæfingu ef maður fær ekki að spila.” sagði Kanu.
Hann hefur aðeins skorað 3 mörk í 19 leikjum í vetur og hefur sífellt verið að færast aftur í röðinni þar sem Wiltord er byrjaður að moka sér inn í liðið.