Þessi grein fjallar kannski ekki um nútíman, en á vissulega vel við þegar talað er um enska knattspyrnu, og Manchester United.
Njótið vel

Matt Busby fæddist í litlu þorpi í Skotlandi sem heitir Lanarkshire árið 1909. Matt Busby ólst upp í mjög mikilli fátækt, og missti föður sinn ásamt mörgum skyldmennum í heimstyrjöldinni. Hann gerðist leikmaður hjá Manchester City 17 ára gamall. Það tók Matt Busy 2 ár að komast í byrjunarlið hjá Manchester City. Matt Busby lék í vörninni 200 hundruð deildar og bikarleiki með City mönnum. Árið 1936 var Matt Busby seldur til Liverpool og hitti þar tvo Skota, þeir hétu Tom Bradshaw og Jimmy McDougall og mynduðu þeir þrír eina sterkustu vörn allra tíma. Á þessum tíma lék Matt Busby 125 deildar og bikarleiki með Liverpool. Árið 1939 var Matt Busby sendur í herinn fyrir seinni heimstyrjöldina. Eftir heimstyrjöldina byrjuðu fótbolta liðin að fá leikmenn aftur til sín og fylla í öll skörð. Liverpool bauð honum stöðu sem aðstoðarframkæmdarstjóra og leikmanni það gerði Reading líka, Manchester United og Ayr buðu honum framkvæmdarstjóra völdin. Matt Busby þáði tilboðið frá Manchester United.
Matt Busby var með öðruvísi þjálfunaraðferðir en fyrrum framkvæmdarstjóri. Hann mætti á allar æfingar hjá félaginu lagði mikla áherslu á unglingastarfið og þaðan komu einmitt margir alkunnir leikmenn til dæmis Bobby Charlton, Duncan Edwards, Roger Byrne, Bill Foukles, Eddie Colman, David Pegg, og eru þetta nú allir frægir knattspyrnumenn. Í hernum kynntist Matt Busby Jimmy Murphy og réð hann sem aðstoðarframkvæmdastjóra. Deildarkeppnin byrjaði árið 1946 og styllti Matt Buby upp mjög reynslulitlu liði aðeins voru þrír leikmenn inná vellinum sem voru hjá Manchester United fyrir stríðið. Manchester United vann bikarkeppnina á leiktímabilinu 1947-1948. þeir unnu Blackpool 4-2 í úrslitaleiknum. Á leiktíðunum 1951-1952, 1956-1957 og 1957-1958 unnu Manchester United Englands meistaratitilinn.

Flugslysið í Munchen

6. febrúar 1958
Manchester United var að keppa við Rauðu Stjörnuna í Belgrad. Þeir millilentu í Munchen höfuðborg Þýskalands því að annar hreyfill flugvélarinnar var bylaður. Þeir ætluðu að gista en svo þegar allir voru að koma sér fyrir á hótelinu var allt í einu kallað útí vél. Það var stanslaus snjókoma og bylur. Alveg vonlaust flugveður. Það leist eingum á blikuna, og haft er eftir einum leikmanni Manchester United “Hér munum við allir deyja”. Flugvélin fór út að enda flugbrautarinnar og brunaði af stað en vélin fór aldrei í loftið, hún brunaði niður lendingar ljós og járn girðingu og skall svo á steinsteypt hús og sprakk í tvennt 23 dóu 8 leikmenn Manchester United dóu, hinur voru flugfreyjur, fréttamenn, flugstjórar og annað fólk.

Dagarnir eftir flugslysið

13 dögum eftir flugslysið var bikarleikur háður á Old Trafford og voru 60.000 áhorfendur mættir til að votta Manchester United virðingu sína. Eftir flugslysið hugsaði Matt Busby um að hætta öllum afskiptum af knattspyrnu, en hætti sem betur fer við það. Svo kom George Best einn besti knattspyrnumaður allra tíma og hreint sló í gegn með þeim Bobby Charlton og Dennis Law. Á árunum milli 1958-1968 var Manchester að byggja upp liðið að nýu og vann tvo Englandsmeistaratittla og árið 1968 unnu þeir Evrópukeppni Meistaraliða þá unnu þeir 4-1 í framlengdum leik. Eftir þennan leik var Busby aðlaður fyrir framlag sitt til knattspyrnunnar og var eftir þetta kallaður Sir. Matt Busby.

Sir. Matt Busby sagði af sér

Árið 1969 sagði Matt Busby af sér og skipaði Wilf McGuinnes eftirmann sinn og var hann fyrrum leikmaður Manchester United. Hann starfaði aðeins í 18 mánuði þá var honum sagt upp og gekk vægast sagt ömurlega og svo tók Matt Busby aftur við Manchester United og þeir sópuðu að sér stigum að nýu. En Sir. Matt Busby var aðeins framkvæmdarstjóri Manchester United út þetta tímabil. Og er hann nú heiðurs forseti Manchester United

Vonandi hefur þessi grein verið fræðandi og skemmtileg.

Kv. Vedde