Samkvæmt málflutningi David Pleat í réttarhöldum sem eru haldin gegn Alan Sugar, þá hefur þjálfari Spurs, George Graham alltaf getað fengið þá leikmenn sem hann hefur beiðið um. Átti Graham m.a. möguleika á að kaupa Kieron Dyer þegar hann var hjá Ipswich og Robbie Keane þegar hann var hjá Coventry, en Graham hafnaði því vegna þess að hann var ekki viss um að þessir leikmenn ættu fast sæti í liðinu hjá sér (þvílíkur dómgreindar skortur). Einnig buðu Real Madrid Graham Davor Sukur á free transfer en Graham vildi hann ekki vegna þess að hann var frá austur evrópu og skömmu seinna var Suker kominn til Arsenal. Þetta styður bara þá skoðun mína að Graham á ekki heima í nútímafótbolta þó hann hann gert góða hluti með Arsenal fyrir rúmum áratug.