Paul Robinson lýsti því yfir í gær að hann elski það að vera hjá Leeds og allar sögusagnir um að hann hafi sent inn beiðni um að vera seldur séu rangar og reiti hann til reiði. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að vera á bekknum í bili og leggja bara harðar af sér fyrir vikið og ætlar einfaldlega að slá Martyn út úr liðinu, en ekki flýja þó það gangi erfilega.
Leeds eru öfundsverðir af því að hafa tvo markmenn sem kæmust í flest liðin á Englandi og jafnvel víðar, en það er ekki víst að hægt verði að hafa þá báða ánægða í lengri tíma, þess vegna segi ég að selja eigi Martyn á meðan góður peningur fæst fyrir hann því hann verður 35 á árinu en Robinson aðeins 22.