Ég var að fá þær upplýsingar í hendurnar að Kieron Dyer verði seldur til Leeds fyrir 13 milljónir punda næsta sumar og í staðinn fái Newcastle Mark Kinsella á 5,5 milljónir punda.
Sá sem sendi mér þessar upplýsingar á tölvupósti þekkir mann sem þekkir vel til hjá Leeds, starfar fyrir félagið. Þetta á víst að vera frágengið og eru miklar gleðifréttir fyrir Leeds ef þetta reynist satt. En samt held ég að það sé best að taka þessu með fyrirvara.