Landsbankadeildinni lokið í ár Jæja þá er haustið komið með öllu sínu tilheyrandi, skítkalt úti og engin íslenskur bolti næstu 7 mánuðina eða svo. Þetta er þó lítill missir fyrir flesta knattspyrnu unnendur þar sem enska deildin er nýhafin, en ég fylgist lítið með Enska boltanum, veit ekki af hverju en ég horfi eiginlega bara á þessa svokölluðu stórleiki.

Sumarið var afar gott, eitt það heitasta í langan tíma og hitamet slegin í hverjum mánuði, sem leiddi til góðra aðstæðna á völlum landsins. Fyrir tímabilið var KR-ingum spáð Íslandsmeistaratitli, sem þótti fremur eðlilegt eftir að titli var hampað í fyrra. Grindvíkingum var spáð öðru sætinu, Fylkismönnum hið þriðja og ÍA það fjórða. Nokkuð raunsæ spá þarna á ferð þótt ekki hafi fullkomlega úr henni ræst.

Þar sem ég er KR-ingur mun ég fjalla að mestu leyti um þeirra gengi í sumar, en þó eitthvað um önnur lið þar sem deildin var afar spennandi fram í lokin þótt KR-ingar hafi náð að tryggja sér titilinn óvenju snemma, en spennan þótti mest í fallbaráttunni. Lið KR byrjaði heldur brösulega, þótt fyrsti leikur sumarsins hefði sigrast naumlega, 2-1 gegn Þrótti. Gengi liðsins í Júní var ekki nógu gott og ef sömu stefnu yrði haldið, sýndi fátt fram á Íslandsmeistaratitil þetta árið, en það varð þó ekki.

Í Júlí var hálft mót spilað ef tekið er tillit til fjölda leikja, þá bæðí deildinni og í VISA bikarnum, en loksins fór KR-liðið að ranka við sér. Allir leikir í Júlí mánuðu unnust nema gegn Eyjamönnum á þeirra eigin heimavelli. Staða liðsins á stigatöflunni var mun betri og vonast var eftir áframhaldandi spilamennsku svo hægt væri að fagna í lok sumars að hætti meistara. Í ágúst voru spilaðir þrír leikir, og KR-ingar unnu tvo og gerðu eitt jafntefli gegn Valsmönnum í Hlíðarenda, eftir býsna vafasama dómgæslu.

Þegar umferðir voru eftir sátu KR-ingar á toppi deildarinnar með
30 stig. Í næstu umferð þeirri 16., áttu KR-ingar að mæta Grindvíkingum í Grindavík, en lið KR hafði borið sigur úr býtum fyrri viðureignar liðanna. Nokkur möguleiki var á að KR-ingar gætu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Grindavík. Skagamenn þyrftu að sigra Fylki, og KR-ingar Grindvíkinga, þótt ég sjálfur hefði ekki búist við slíkum úrslitum. KR-ingar sigruðu lið frekar slappra Grindvíkinga 3-1, og staðan 0-0 uppí Árbæ. Nokkrum mínútum síðar bárust þau tíðindi að Skagamenn væru komnir yfir gegn Fylkismönnum á seinustu mínútum leikjarins og barst skömmu síðar að leik þar væri lokið. Var fagnað dátt af KR-ingum, bæði liðsmönnum og stuðningsmönnum, en allir virust frekar gáttaðir, þar sem líklegast fæstir bjuggust við að titli yrði fagnað á þessu vota mánudagskveldi.

Í næst seinustu umferð léku KR gegn Eyjamönnum á heimavelli, og sigruðu þar Eyjamenn arfa slakt lið Vesturbæinga. Var bikarafhending í lok leiks, og verð ég að segja að mér þótti heldur dapurt að fagna Íslandsmeistartitli eftir tap á heimavelli, en þó. KR-ingar duttu útúr VISA bikarnum í undarúrslitum gegn FH, en þeir sigruðu 3-2 eftir að lið KR komst yfir 2-0 snemma í fyrri hálfleik, en eins og oft áður, þá er leikurinn ekki búinn fyrr en daumarinn flautar hann af.

Í seinustu umferð Landbankadeilarinnar, mættu KR-ingar þeim Hafnfirðingum (FH) aftur í Kaplakrika. Það var eins og KR liðið hefði einfaldlega hætt allri baráttu eftir að þeir tryggðu sér titilinn í Grindavík. FH-ingar unnu síðustu viðureigninar 7-0! Stærsta tap KR í áratugi, og hrikalega lok sumars hjá Vesturbæingum. Þó urðum við Íslandsmeistarar svo yfir litlu var hægt að kvarta, heldur Willum auðvitað áfram sem þjálfari, enda engin ástæða til annars þótt einhverjir vanþakklátir stuðningsmenn hefðuð viljað hann burt.

Deildin endaði þá þannig að KR-ingar voru í efsta sæti, FH-ingar í því öðru, hreint útsagt frábær árangur hjá ungu liði þeirra. Skagamenn voru í hið þriðja og Árbæingar í því fjórða, sem enn og aftur missa allan kraft í þegar á endasprettinn er komið. Fallbaráttunni lauk þannig að Þróttur fór niður, ásamt Valsmönnum. Sumarið búið og get ég verið sáttur með árangur minna manna þótt seinustu leikirnir hefðuð getað enda betur.

-KR ÍSLANDSMEISTARAR 2003-

kv,
DrEvil