Pælingar um leik Arsenal og Man Utd Eins og flestir vita núna fór fram fyrir stuttu leikur Arsenal og Man Utd og endaði hann með 0-0 jafntefli. Það er nú ekki staða leiksins semað er umdeild í augnablikinu heldur er það nokkur atvik í leiknum sjálfum og ætla ég hér á eftir að segja mína skoðun á þeim og tek ég það skírt fram að þetta eru ekki fullirðingar heldur mín skoðun(skítkastið endilega, mér er nákvæmlega sama).
Fyrstu 80 mínútur leiksins voru sennilega þær leiðinlegustu sem að ég hef séð. Það var ekki fyrr en á 81. mínútu að leikurinn varð eithvað spennandi, það kemur laung sending fram og Rud Vaan Nisterloy og Patrick Vieira stökkva báðir upp til þess að reina að skalla boltan, Vieira stekkur ekki mjög hátt og lendir aftur og bír sig undir að hlaupa á eftir boltanum þangað sem að RVN skallar hann. En þá gerist það umdeilda atvik að RVN setur fótinn í kviðinn á Vieira og þrístir honum niður í grasið. RVN lendir u.þ.b. 2 metra í burtu frá Vieira og þegar Vieira er að standa upp spennir hann út fótinn í átt að Nistelroy sem að veldur því að Nisterloy hendist afturábak(veit ekki af kverju, kanski var hann bara að leika þetta!). Dómarinn sem að sá nú lítið annað en Nistelroy hendast afturábak rekur Vieria umsvifalaust útaf. Arsenal menn mótmæla þessu nottla, enda alveg fáránlegur dómur að mínu mati, að reka mann útaf sem að gerir ekkert annað en að rétta út fótinn eftir að honum var sparkað niður í grasið.
Nú lítið meira gerðist með það atvik fyrr en síðar í leiknum, enda þurfti leikurinn að halda áfram.
Það næsta markverða sem að gerist er það þegarþað kemur sending frá Ronaldo(minnir mig) inn í teiginn. Martin Keown og Diego Forlan stinga sér báðir á eftir boltanum og falla nottla báðir í grasið enda kanski erfitt að forðast það ef a ðmaður stingur sér killiflatur á eftir knettinum. Nú dómarinn, sem að ég tel nú eiginlega hafa verið 12. Man Utd manninn á vellinum, dæmir víti og segir a ðKeown hafi hrint Forlan! HA. Að sjálfsögðu kítast menn eithvað þegar þeir eru að berjast um boltann, allt annað væri bara hálvitaskapur, en Keown hrinti Forlan aldrei, hann varla snerti hann(kanski er Forlan bara svona mikil kelling?, hver veit). En vítaspyrna var niðurstaðan og fór Nistelroy á punktinn. Lehmann dansaði fram og aftur um marklínuna og sló það Nistelroy líklega eithvað út af læginu því að hann þrusaði boltanum í þverslánna og velta menn sér nú uppúr því hvert Nistleroy ætlaði eiginlega að skjóta. Hefði Lehman skuttlað sér í rétta átt og boltinn ekki farið í þverslánna hefði þeta verið léttasti bolti í heimi til að verja, það hefði réttarasagt verið erfitt fyrir Lehmann að verja þetta ekki.
En leikurinn hélt áfram í nokkrar sekúndur og var síðan flautaður af. þá, af sjálfsögðu, varð allt vittlaust vegna fyrri atvika í leiknum og hefði dómarinn getað veifað rauðuspjöldunum norður sáður, jafnt á Arsenal menn sem Man U. hefði leikurinn ekki verið búinn. Arsenal menn hluppu nottla að Nistelroy og íttu aðeins í hann enda var maðurinn búinn að haga sér eins og fáviti allan leikinn og ekkert nema rétt að taka aðeins í hann. Nisterloy fór þá út af vellinum, enda ekki skrítið, eftir allt sem hann gerði var réttast hjá honum að forða sér.
Nú en öryggisverðir og annað starsfólk vallarins náði loks að sundra leikmönnum og koma öllu í ró og var stórmeistarajafntefli niðurstaðan.
Nú annar leikmaður Man Utd sem að mé fanst haga sér fáránlega var Ronlado(sem að margir segja að sé nýja dúkkulísan í hópi Manchester eftir brotthvarf Beckham). Hann henti sér niður við hvert tækifæri sem hann fékk.
En þrátt fyrir það að Arsenal menn máttu teljast heppnir með jafntefli fannst mér Nistelroy vera Man Utd meira til skammar en nokkur maður í Arsenal varð sínu liði.