Jæja, þá er deildin búin. Lokastaðan kom mér svolítið á óvart. Það kom samt minnst á óvart að KR yrði Íslandsmeistari en að þeim myndi ganaga svona ótrúlega illa í síðustu tveimur síðustu leikjunum. En leikirnir í gær voru semsagt þessir:
FH-KR 7-0!
Alveg hreint ótrúleg úrslit. ÉG vil bara óska öllum FH-ingum til hamingju! ÞAð var alveg hreint ótrúlegt að sjá þá taka þá svona í bakaríið. Ég spái þeim bikarmeistaratitlinum, alveg pottþétt.

Fylkir-Valur 6-2
Fylki tókst að ná frábærum sigri á annars alveg ágætu liði Vals og þannig sendu þeir Valsmennina niður. Ég sá ekki mikið af þessum leik en það sem að ég sá þá voru Fylkismenn með yfirhöndina nær allann tímann þó að Valsararnir áttu sínar rispur. Samt svolítið fúlt fyrir þá að falla svona.

ÍBV-ÍA 1-1
Það gerðist í rauninni ósköp lítið í þessum leik. Ömurlegar aðstæður til að reyna að spila almennilegan fótbolta en þó náðu bæði lið að skora sitt markið hvert og endaði leikurinn með jafntefli: 1-1 Þess má geta að það var svo hvasst að í fyrri hálfleik fengu Skagamenn 13 hornspyrnur ;)

Grindavík-KA 1-1
Hann endaði líka 1-1 og náðu bæði lið að bjarga sér frá falli. Í markinu hjá Grindvíkingum stóð hinn 46 ára gamli Þorsteinn Bjarnason sem stóð sig mjög vel. KA-menn skoruðu sitt mark í seinni hálfleik, Steinar Tenden gerði það, en Grindavíkurmenn jöfnuðu og þegar leiknum lauk fögnuðu bæði lið eins og þau hefðu unnið Íslandsmeistaratitilinn.

Fram-Þróttur 1-0
Sannkallaður fallslagur í Laugardalnum. Það gerðist ósköp lítið í fyrri hálfleiknum en á 45.mínútu slapp Kristján Brooks innfyrir vörn Þróttar og kom boltanum framhjá Fjalari í markinu. En á undan því hafði Kristján fengið spjald fyrir að sparka í Fjalar, alveg ástæðulaust hjá honum. Í seinni hálfleik pökkuðu Framarar í vörn og voru nánast þar sem eftir lifði leiks ognég veit ekki hvað oft Þróttararnir voru nálægt því að jafna. En semsagt, úrslitin 1-0 fyrir Fram og því náðu þeir að bjarga sér frá falli 5.árið í röð. Alveg ótrúlegt. En mér finnst mjög ósanngjarnt (ég er sko Þróttari) að Þróttur var sendur niður í fyrstu deild. ÉG meina eftir að hafa verið í fyrsta sæti þegar deildin var hálfnuð.

En jæja, svona endaði deildin í ár.
Takk, takk
erlam89