Sumarið var mjög gott hjá Man Utd. Þeir fóru á sterkt æfingamót í Bandaríkjunum sem heitir Champions World. ÞAeir unnu að mig minnir alla leikina sína á móti liðum á borð við: Glasgow Celtic, Club América, Juventus og Barcelona. Meðal annars unnu þeir Celtic 4-0 og Juventus 4-1. Eftir mótið flugu þeir til Portúgals til þess að keppa æfingaleik á móti Portúgalska liðinu Sporting Lissabon. En á leiðinni milli lentu United hérna á Íslandi en það voru ekki margir sem vissu að því fyrr en í fréttunum hér heima.
Eins og ég sagði áðan kepptu Man Utd. við Sporting Lissabon í æfingaleik sá leikur tapaðist reyndar 3-1 og mark United var sjálfsmark. En í þeim leik vakti einn leikmaður Sporting mikla athygli Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóra Man Utd. Sá leikmaður heitir Cristiano Ronaldo og er aðeins 18 ára, en hann sýndi snilldartakta í leiknum og lagði upp tvö mörk. Viku seinna keypti Alex Ferguson leikmanninn á 12,24 milljónir punda.

En þá að leikmannakaupum og sölum. Það sem var hvað mest í fréttunum í byrjun sumars var sala enska landsliðsfyrirliðans David Beckham. Hann var orðaður við bæði spænsku stórveldin Barcelona og Real Madrid. Lengi leit út fyir að Beckham yrði seldur til Barcelona eftir að forseti félagsins,Joan Laporta, lofaði stuðningsmönnum að kaupa hann. En það breyttist.
David Beckham var seldur að lokum til Real Madrid fyir 25 milljónir punda. En þess má geta að yfirmenn Þýska íþróttavöruframleiðandans Adidas vissu strax í febrúar að Beckham yrði seldur til Real Madrid.
Annar heimsklassaleikmaður Man Utd. Juan Sebastian Verón var líka seldur. Enska liðið Chelsea keypti leikmanninn á 15 milljónir punda.
Aðrir leikmenn sem hættu hjá Man Utd. voru David May,sem fékk ekki nýjan samning, og Laurent Blanc sem hætti knattspyrnuiðkun vegna aldurs.
En nýjir menn komu í staðinn:
David Bellion(20 ára Frakki sem komu á frjálsri sölu frá Sunderland).
Eric Djemba-Djemba(23 ára Kamerúni sem var keyptur frá Franska liðinu Nantes á 4,2 milljónir punda hann skrifaði undir 5 ára samning).
Tim Howard(24 ára Bandaríkjamaður sem var keyptur frá Bandaríska liðinu New York/New Jersey MetroStars á 2,3 milljónir punda).
Cristiano Ronaldo(18 ára Portúgali sem var keyptur frá Portúgalska liðinu Sporting Lissabon á 12,24 milljónir punda hann skrifaði undir 5 ára samning).
Kleberson(24 ára Brasilíumaður keyptur frá Brasilíska liðinu Atletico Paranaense á 5,93 milljónir punda hann skrifaði undir 5 ára samning).

Þetta er það helsta sem gerðist á undirbúningstímabilinu.
Ég vona að þið hafið gaman af þessu.
Kveðja gunrun.