Valur-Fram Í dag mættust Reykjavíkurstórveldin Valur og Fram í sannkölluðum fallslag 17. umferðar. Valsmenn komu vel stemmdir til leiks og var ljóst frá fyrstu mínútu að Valsarar ætluðu ekki að gefa Fram neitt eftir. Hálfdán Gíslason fékk góða sendingu sem hann skoraði úr á 26. mínútu. Valsmennn voru mun betri í fyrri hálfleik en í lok síðari hálfleiks fengu Fram-arar dauða færi en Valsmenn björguðu margsinnis á ótrúlegann hátt á línu. Seinni hálfleikur var jafn og spennandi en á 57. mínútu fékk Jóhann Hreiðarson boltann inn í teig og hamraði honum í markið, 2-0 fyrir Val.
Bæði lið áttu sín færi eftir markið og voru það Valmenn sem áttu betri færin. Gísli Hlynur Jóhannson dæmdi leikinn vel í rokinu á Hlíðarenda. Þegar ein umferð er eftir eiga fimm lið þá hættu á að geta fallið þau Fram, Valur, KA, Grindavík og Þróttur. Lokaumferðin verður því svakalega spennandi en þar mætast: Fram og Þróttur, Fylkir og Valur, Grindavík-KA, ÍBV-ÍA og FH-KR.