KR-ingar úr leik
              
              
              
              Í kvöld áttust við KR og Brøndby í síðari leik liðanna í Laugagrdalnum.  KR-ingar sóttu mest allan leikinn, en Danirnir lögðust aftur og beyttu skyndisóknum.  KR-ingar fengu ekki mikið af opnum færum, Andri Sigþórsson slapp nokkrum sinnum í gegn en ekkert datt fyrir KR-ingana í dag.  Færi Brøndby-manna voru öllu hættulegri og áttu þeir m.a. skot sem hafnaði í stöng.  KR-ingar eru því dottnir úr leik í Meistaradeild Evrópu.
                
              
              
              
              
             
        



