Þetta var hörkuleikur þar sem Íslenska liði hefði með smá heppni getað stolið sigrinum eða jafnvel án heppni.
Íslenska liði barðist eins og ljón allan leikinn og hefur maður ekki séð aðra eins barátu síðan að ÍSland lék hérna við heimsmeistara Frakka hérna um árið.Það er greinilega að Ásgeir og Logi eru að gera frábæra hluti með liðið og eru greinilega að ná mikli stemmningu.
Þjóðverjar náðu sér ekki á strik og líkist þetta liði ekki liðinu sem var í 2.sæti á HM.Það vantaði einhvern til að dreifa spilinu og ná þessari lykil sendinu.
Liðið

Árni Gautur
Hann hafði ótrúlega lítið að gera miðað við það sem maður var búinn að búast við.Hann varði einu sinni vel skalla þjóðverja eftir hornspyrnu og greyp vel inn í.Einkunn 8

Herman Hreiðarsson
Hann barðist eins og ljón allan leikin og er greinilega í toppformi,hann tapaði varla einvígi allan leikinn og er ég þá að tala bæði um tæklingar og skallaeinvígi.Hann var hjartað í vörn liðsins og virðist verða betri með hverjum leiknum.
Einkunn 10 Besti maður liðsins

Ólafur örn
Ekki leist mér á það fyrir fram að hann myndi byrja inn á en hann sýndi strax að hann á vel heima í þessu liði og virkaði öruggur í sýnu aðgerðum og sterkur í návígum.
Einkun 9

Lárus orri
Hefur löngu sannað sig sem frábær varnamaður og bjargaði einu sinni glæsilega marki með því að elta Þjóðverjan upp og tækla á síðustu stundu.Hann eins og aðrir varna menn liðsins stóðu sig frábærlega
Einkunn 9

Þórður G
Byrjaði leikinn af krafti og virtist vera 100% tilbúinn í leikinn.Hann barðist af krafti og stóð fyrir sýnu en var orðinn mjög þreyttur í lokinn
Einkunn 8

Indriði(Helgi k)
Ég skal viðurkenna það mér hefur fundist að hann eigi ekki heima í þessum liði en ef hann spilar alltaf svona þá á hann að fá fast sæti í liðinu.skilaði sýnu hlutverki mjög vel, þótt að hann mætti vera aðeins sókndjarfari(Helgi spilaði of stutt)
Einkunn 8

Jóhannes Karl
Var barátumaðurinn á miðjuni og var hann að gera miðjumönnum þjóðverja lífið leitt allan tíman,og átti hann góðan leik og í þessum leik voru margar sendingar að ganga upp
Einkunn 9

Pétur M(Arnar)
Hann sést ekki mikið enn ég er vissum að þjóðverjarnir vissu af honum því hann var mjög sterkur í skallanum og návígum en var ekki mikið að fá boltan í fætur af samherjunum(enda kannski ekki hans hlutverk).Einkunn 8
Arnar átti góða inn komu


Rúnar
Hann hefur oft spilað betur en reyndar var hann ekki að fá mikið boltan í fætur en þar er hann sterkastu en hann skilaði sýnu
Einkunn 7

Eiður
Hann er frábær leikmaður en virkar ekki mjög duglegur varnarlega séð og er ekki nógu fljótur en samt er eithvað við hann sem maður sér að hann hefur sem aðrir hafa ekki.
Einkunn 8

Heiðar
Var einn af okkar bestu mönnum í þessum leik og kæmi það mér ekki á óvart að hann væri enn þá hlaupandi núna því að maðurinn stopaði ekki allan leikinn og byrjaði á því að tækla mann af krafti eftir 10 sek og gaf ekkert eftir.Manni fannst eins og hann væri að hlaupa fyrir Eið líka.
Einkunn 10
Helgi kom sterkur inn og barðist vel eins og Heiðar en þurfti að hlaupa líka fyrir Eið
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt