Teddy Sheringham, framherji Man.U., mætti fyrir rétt í London í gær sem vitni fyrir dagblað sem Alan Sugar, eigandi Tottenham, er að lögsækja fyrir meiðyrði. Þar fram að Sugar hafi hótað Sheringham öllu illu eftir að hann ákvað að ganga til liðs við United árið 1997.

Sugar hringdi í Teddy eftir að hann hafi skrifað undir hjá United og hótaði honum öllu illu ef hann segði eitthvað ljótt um hann eða félagið. Sheringham sagði líka frá því að Sugar hefði ásakað hann um að gera sér upp meiðsli og ástæðan fyrir því að hann hefði farið frá Spurs væri nískan í Sugar því hann tímdi aldrei að kaupa bestu leikmennina. Sugar hélt því fram að það hefði verið erfitt að vinna með Teddy sem hefði sífellt verið með stjörnustæla.
Sugar felldi tár í yfirheyrslunni.
Réttarhaldið mun halda áfram næstu daga.