Valur-KA Valsmenn tóku á móti KA-mönnum að Hlíðarenda í sannkölluðum fallslag. Mikil barátta var í leiknum allt frá fyrstu mínútu. Á 25 minútu fengu Valsmenn hornspyrnu og skoraði Ellert Jón Björnsson beint úr hornspyrnunni. Eftir markið bökkuðu Valsmenn og KA-menn sóttu stíft allt til loka fyrri hálfleiks. Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks gerðist umdeilt atvik. Ka-maður tæklaði Sigurð Sæberg Þorsteinsson all harkarlega. Sigurður stóð upp og sparkaði í Andlit KA-mansins og fékk réttilega rautt spjald að launum en KA-maðurinn gult, en Egill Már hefði átt að gefa þeim báðum rautt að mínu mati. Þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik Fékk Þorvaldur Makan fyrirliði KA-mann sitt annað gula spjald og var rekinn af leikvelli. Að mínu mati var þetta mjög strangur dómur og hefði Egill Már alveg mátt aukaspyrnuna nægja. Á 66 mínútu fékk Pálmi Rafn Pálmason boltann fyrir utan teig og hamraði boltann í netið og staðan orðin 1-1 á Hlíðarenda. Mattías Guðmundsson fékk langa sendingu upp hægri kantinn og sendi boltann á Stefán Helga Jónsson sem skaut boltanum í netið á 66 min. KA-menn fengu síðan vítaspyrnu á 86 mínútu sem Hreinn Hringsson skoraði úr og lokatölur á Hlíðarenda 2-2.