Einhvern veginn finnst mér eins og allir góðir leikmenn á Íslandi séu annað hvort að fara að sparka í bolta í útlöndum eða að leggja skóna á hilluna. Fyrirliðar Grindvíkinga og Frammara að hætta á besta aldri og Skagamenn að missa sterkan leikmann. Ég held að Hlynur Stefánsson sé líka hættur knattspyrnuiðkun.

Nú síðast ákvað Steinar Guðgeirsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Fram undanfarin ár, að leggja skóna á hilluna og einbeita sér að stjórnarstörfum fyrir félagið.
Hann er 29 ára gamall (maður á ekki að hætta fyrr en um 35) og hefur leikið með meistaraflokki Fram frá 18 ára aldri, og var kjörinn efnilegasti leikmaður efstu deildar árið 1990 þegar hann varð Íslandsmeistari með Fram, en hann vann þann titil líka með ÍBV fyrir nokkrum árum.