Coventry tekur fram budduna John Hartson er kominn til Coventry frá Wimbledon en skiptin höfðu lengi staðið til. Hartson hefur undirritað samning við Coventry sem gildir til vors 2004. Liðin hafa samið með sér um kaupin og talið er að kaupverðið sé að hámarki 5 milljónir punda (620 milljónir króna) sem greiðist nái Hartson að spila ákveðinn fjölda leikja með Coventry. Tryggingamál komu í veg fyrir að Hartson kæmist fyrr til Coventry sem hefur í tvo mánuði verið að vinna í því að fá hann til félagsins.

Þess má til gamans geta að Michael Owen er loksins orðinn leikfær aftur hjá Liverpool ég tel að það sé bara tímaspursmál hvenær hann verður óleikfær aftu