Boltabullur í Stoke Lögreglan í Bretlandi leitar nú logandi ljósi að boltabullum sem fylgja Stoke City, en hún hefur síðustu vikur haldið úti stærstu rannsókn á boltabullum sem sögur fara af. Aðdáendur Stoke eru taldir erstu bullurnar og eftir að upp úr sauð á leik Stoke og velska liðinu Cardiff á Britannia í Stoke-on-trent í apríl s.l. þar sem fjöldi fólks slasaðist hefur lögreglan handtekið 71 bullu og fleiri eiga í hættu á að dúsa inni. Í kjölfar leiksins slösuðust 39 aðilar og þar af 12 lögreglumenn, þann dag voru 29 manns teknir en eftir að lögreglan skoðaði eftirlitsmyndavélar kom í ljós að hundruðir manna tóku á einn eða annann þátt í slagsmálunum. Lögreglan kallar aðgerð sína Javelin og notast hún m.a. við eftirlitsmyndavélar og hyggst nú birta myndir af sökudólgunum í blöðum heima fyrir sem og í Wales.