15. umferð
Nú um helgina fer fram 15. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu.
Staðan eftir 14 umferð er svona :

1 KR 14 8 3 3 21 : 17 4 27
2 Fylkir 14 8 2 4 22 : 15 7 26
3 Þróttur R. 14 7 0 7 24 : 21 3 21
4 FH 14 6 3 5 24 : 22 2 21
5 ÍA 14 5 5 4 21 : 19 2 20
6 ÍBV 14 6 1 7 20 : 21 -1 19
7 Grindavík 14 6 1 7 18 : 23 -5 19
8 KA 14 5 2 7 24 : 22 2 17
9 Valur 14 5 1 8 18 : 23 -5 16
10 Fram 14 4 2 8 19 : 28 -9 14

Leikirnir eru allir svakalega spennandi því að nú fer Íslandsmótinu að ljúka. Stórleikur fer fram í vesturbænum þar sem KR tekur á móti Fylki á sunnudaginn og segja sparkspekingar að í þessum leik ráðist hver verður Íslandsmeistari árið 2003. Ég ætla að spá þessum leik jafntefli og mun þá spennan halda áfram til lokaumferðar.

Á Skipaskaga tekur ÍA á móti Val á laugardaginn og ætla ég að spá Val sigri því að þeir hafa verið að gera góða hluti í síðustu leikjum.

Á Akureyri tekur KA á móti Fram og spái ég jafntefli þar.

Í laugardalnum tekur Þróttur á móti Grindavík og þar verður hörku leikur en ég held að Þróttur fari með 3 stig af velli.

Loka leikur umferðarinnar er leikur FH og ÍBV og fer hann fram á mánudaginn kl: 18.30. Þetta verður FH-sigur.

Lengjan: 1 X 2
ÍA-Valur 1.50 3.00 3.70

KA - Fram 1.65 2.90 3.35

KR-Fylkir 2.15 2.60 2.50

Þróttur - Grindavík 2.35 2.55 2.35

FH - ÍBV 1.75 2.80 3.15

Ef að mín spá reynist rétt og legg 500 Kr undir þá fæ ég:
57.365