Ekkert verður af kaupum Leeds á bakverðinum John Arne Riise frá Mónakó eftir að franska liðið hækkað verðið á síðustu stundu um 300 milljónir króna.
Á heimasíðu Leeds segir Peter Ridsdale, stjórnarformaður félagsins, að félögin hafi náð samkomulagi um Leeds myndi greiða 480 milljónir króna fyrir Riise. Þegar samningaviðræður voru vel á veg komnar hafi Mónakó hins vegar hækkað upphæðina í 780 milljónir og þá hafi Leeds hætt við.