Þróttarar unnu Fylkismenn 5-1 í frábærum leik í Árbænum núna í kvöld.
Þróttarar komust yfir á 5. mínútu með ágætis marki frá Gesti Pálssyni.
Svo juku þeir forskotið í 2-0 þegar Sören Hermansen skoraði flott mark.
Staðan var síðan 2-0 í hálfleik. Eitthvað virtist hafa verið lesið yfir Fylkismönnum því þeir komu sterkir inn og sóttu stöðugt og að lokum fengu þeir víti og þetta var alveg fáránlegur dómur.
Þeir skoruðu úr vítinu og minnkuðu muninn í 2-1 á 60. mínútu og það var Sævar Þór Gíslason sem gerði það.
Svo skoraði Sören Hermansen fínt mark einungis 5 mínútum seinna. Og enn héldu Þróttararnir áfram og skoruðu einungis tveimur mínútum seinna eða á 67. mínútu þegar Gestur skoraði sitt annað mark.
Svo gerðist það á 82. mínútu að Kjartan Sturluson ver meistaralega í horn og Björgúlfur Takefusa tekur hornið sem í fyrstu virðist ömurlegt en er það gott að hann gefur góða sendingu á Pál Einarsson sem skorar og lokatölur eru 5-1. Skemmtilegur leikur og áhugaverð úrslit. Þetta var fyrsti ósigur Fylkismanna á heimavelli á tímabilinu og það enginn smá ósigur.
Til gamans má geta að Fjalar og Kjartan markmenn vörðu sitthvort skotið alveg meistaralega.

Vona að þið hafið notið.

Kv. SlimShady
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.