KR - Valur Það var mikið fjör á Hlíðarenda í gærkvöld þegar Valsmenn tóku á móti íslandsmeisturum KR. Valsmenn voru mun betri í fyrri hálfleik og strax á 5. mínútu skoraði Hálfdán Gíslason frábært mark þegar hann skaut bogaskoti yfir Kristján Finnbogason sem var kominn of framarlega í markið. Kr-ingar skoruðu mark á 13 mínútu sem dæmt var af . Kristján Finnbogason markvörður Kr-inga var frábær og varði oft meistaralega þegar velsmenn voru í dauðafærum .Umdeilt atvik var undir lok fyrri hálfleiks þegar Sigurvin Ólafsson sló í boltann með hendinni inni í teig en Garðar Örn Hinriksson slakur dómari leiksins lét leikinn halda áfram. Valsmenn byrjuðu síðari hálfleik af krafti og komst Hálfdán Gíslason einn í gegn og hafði nægann tíma en skaut slöku skoti framhjá. Tvemur mínútum síðar jafnaði Sigurvin Ólafson leikinn fyrir Kr-inga með góðum skalla. Ellert jón Björnsson skallaði yfir í dauðafæri á 55. mín og enn voru Valsmenn ekki að nýta færin sín. Á 62. gerðist mjög svo umdeilt atvik. Kristinn Lárusson lenti í samstuði við KR-ing og fékk að líta sitt annað gula spjald og þar af leiðandi rautt. Valsmenn urðu alveg brjáalaðir og fékk Sigurbjörn Heiðarsson gult spjald fyrir að mótmæla dómnum. Kr-ingar sóttu allt til enda en liðin skildu jöfn 1-1 og má segja að Kr-ingar hafi verið heppnir að fara með eitt stig af Valsvelli og kom sér mjög vel fyrir þá að hafa auka mann inná, Garðar Örn Hinriksson dómara.