Newcastle Unitde tímabil 2003/2004 Innblásinn af greinum frá Binna og Spora um Liverpool og Chelsea, vill ég tjá mig um mitt uppáhaldslið Newcastle.

Newcastle hefur ekki verslað mikið í sumar, reyndar bara einn mann: Lee Bowyer. Sir Bobby hefur sagt að hann ætli sér ekki að kaupa meira fyrr enn þá um áramót.

Ef ég myndi þurfa að skjóta á líklegt byrjunarlið myndi ég skjóta svona.

Markvörður: Shay Given
Mjög góður markvörður, getur reyndar verið svolítið mistækur, enn er mjög góður og stapíll. Tvímælalaust einn besti markvörðurinn í deildinni. Verður þó að standa sig því Steve Harper bankar fast að honum ef hann mistígur sig.

Einkunn: 8,5

Vinstri bakvörður: Oliver Bernard
Einn af þessum ungu í Newcastle liðinu, sem eiga vonandi bara eftir að batna. Var fínn í fyrra og verður vonandi miklu betri á þessu.

Einkunn 7,5

Hægri bakvörður: Aaron Hughes
Þrautreyndur þótt hann sé bara að 24 ára. Er að fara að spila 150 leikinn sinn fyrir Newcastle í kvöld á móti Partican Belgrad. Þó er ég ekki alveg viss hvernig Bobby ætlar að hafa þetta því ef annar hvor miðvörðurinn stendur sig ekki getur hann fært Hughes þangað og jafnvel líka í Vinstri bakvörðinn, mjög fjölhæfur leikmaður
Einkunn: 8

Miðvörður: Jonathan Woodgate
Einn af þessum brjáluðu frá Leeds, samt þó frábær fótboltamaður, var keyptur á svonefndu útsölunni frá Leeds í vetur.

Einkunn: 9

Miðvörður: Titus Barmble
Góður ungur miðvörður, verður þó að vera miklu stapílli ætlar hann sér að halda sér í byrjunarliðin, verður sjálfsagt fljótur að missa sætið til annars hvors Caldwells bræðra eða A. Hughes ef hann stendur sig ekki.

Einkunn: 8

Vinstri vængur: Laurent Robert
Sjálfsagt sá maður sem ég var óánægðastur með síðasta tímabili þótt hann hafi alls ekki staðið sig illa, fannst hann vera betri fyrsta tímabilið sitt. Verður þó að passa sig, því ef Viana heldur sér heilum er hann mjög líklegur til að hirða sætið af honum.

Einkunn: 8,5

Hægri Vængur: Lee Bowyer
Annar brjálaður Leedasari, kom á frjálsri sölu í sumar frá West Ham. Er rosalegur ef hann er ekki meiddur, eða í banni fyrir að kýla dómara eða svipað.

Einkunn 8

Miðja: Jermaine Jenas
Kom frá Notthingam Forrest fyrir 1 1\2 ári minni mig fyrir 5 milljónir punda. Lék einstaklega vel síðasta tímabil og var valinn besti ungi leikmaðurinn. Einn af þeim sem eiga vonandi bara eftir að batna á næstu árum.

Einkunn: 9

Miðja: Kieron Dyer
Kom frá Ipswich árið 1999 fyrir 6 millj punda. Einstaklega góður leikmaður sem hefur reyndar verið óheppinn með meiðsli enn slapp þó að mestu síðasta tímabil og blómstraði þá.

Einkunn: 9

Framherji: Alan Shearer
Maður þarf ekkert að segja um hann :)

Einkunn 9,5

Framherji: Craig Bellamy
Eldfljótur verður þó að passa á sér skapið á stundum. Einstaklega lúnkinn við að koma sér í fín færi og ennþá snjallari að klúðra þeim, verður að skora eitthvað á þessu tímabili skoraði ekki mikið síðasta tímabil.

Einkunn 8

Þó er þetta eins og ég býst við að Bobby spili og er ekkert víst að hann geri það, hann hefur ótalmarga kosti á miðjunni t.d. að setja Dyer í hægri væng og Speed á miðjuna sem ég tel mjög líklegt enda er hann gríðarlega mikilvægur Newcastle. Og svo eru náttúrulega margir fleiri kostir í stöðunni.

Kveðja. Sindri