Newcastle Í síðustu viku sendi ég inn grein um Newcastle en því miður fékk hún ekki mörg svör og ætla ég því að senda inn aðra grein um þetta lið en nú ætla ég að gera svipaða grein og gerðar voru um Liverpool og Chelsea, þ.e. skrifa um hverja stöðu fyrir sig og hverjir eru líklegir til að spila þær stöður.

Markmaður – Shay Given mun án efa vera í þessari stöðu allt tímabilið nema einhver meiðsli koma uppá en þá er Steve Harper næstur í röðinni.

Vinstri Bakvörður – Olilver Bernard er líklegasti Kandídatinn í þessa stöðu og var hann að spila tímabilið í fyrra frekar vel og verður lítil samkeppni fyrir hann um þessa stöðu að ég held.

Hægri Bakvörður – Ég held að Aaron Hughes muni byrja tímabilið í þessari stöðu en Andy Griffin gæti kannski veitt honum samkeppni en Newcastle verður að mínu mati helst að fá sér hægri bakörð fyrir þetta tímabil eða það næsta því vörnin er í raun þeirra veikasti hlekkur.

Miðverðir – Jonathan Woodgate er alveg pottþéttur í þessari stöðu í vetur og er Andy O’Brian líklegast með honum þar. Reyndar var O’Brian að koma úr aðgerð á nefi þannig að hann gæti misst af byrjun tímabilsins en menn sem eru líklegastir til að veita þessum tveim samkeppni eru þeir Steve Caldwell og Titus Bramble en Bramble var vægast sagt að spila mjög illa á síðustu leiktíð en hefur hann lofað stuðningsmönnum Newcastle Bætingu frá því í fyrra. Eins og flestir fótboltaunnendur vita er Nikos Dabizas á sölulista og mun því væntanlega ekkert að fá að spila í vetur nema kannski með varaliðinu.

Vinstri Kantur – Á vinstri kant mun líklegast vera frakkinn knái Laurent Robert en hann er talinn vera eitt af bestu kaupum Bobby Robson. Robert er einn af mínum uppáhaldsleikmönnnum hjá Newcastle, hann er með góðan sprengikraft, ágæta tækni og umfram allt er hann frábær skotmaður. Ef hann byrjar tímabilið vel verður hann nokkuð öruggur með sæti sitt í liðinu í vetur.

Hægri Kantur – Á hægri kant gæti orðið nokkuð mikil samkeppni en líklegastir eru þó þeir Noberto Solano og Jermaine Jenas að berjast um stöðuna. Nobby spilaði ágætlega á síðasta tímabili en Jenas var að spila frábærlega, hann er ungur og á mikið eftir að læra sem fótboltamaður en er samt mjög góður og verður gaman að sjá þennan strák í framtíðinni. Einnig geta leikmennirnir Lee Bowyer og Hugo Viana spilað á hægri kant en Bowyer kom til félagsins fyrir tímabilið.

Miðja – Á miðjunni verður mikil barátta en þar eru leikmennirnir Kieron Dyer, Gary Speed, Lee Bowyer, Jermaine Jenas og Hugo Viana. Líklegastir í stöðuna að mínu mati eru þeir Kieron Dyer og Gary Speed. Það vita allir að Dyer er hreint út sagt frábær leikmaður og er Speed reynslubolti sem hefur spilað eins og herforingi á miðjunni undanfarin ár. Lee Bowyer hefur verið að spila mjög vel á undirbúningstímabilinu og hann mun án efa veita þessum tveim harða keppni ásamt Jermaine Jenas og Hugo Viana. Allir þessir leikmenn eru góðir og mjög erfitt er að spá fyrir um hvernig Sir Bobby mun stilla þessu upp.

Framherjar – Framherjapar Newcastle verður án efa þeir Alan Shearer og Craig Bellamy. Á síðasta tímabili voru þeir að spila frábærlega saman og sannaði Alan Shearer enn og aftur að hann er einn besti framherji sem England hefur nokkurn tíma átt og er einn sá besti í deildinni. Samt sem áður eru þeir Shola Ameobi og Lomano Lua-Lua mjög góð samkeppni fyrir þá Shearer og Bellamy og verða þeir að halda sér öllum við ef þeir ætla að halda sæti sínu í liðinu. Á undir búningstímabilinu hefur unglingur nokkur Michael Chopra að nafni verið að spila stórkostlega með varaliðinu og einnig með aðalliðinu og hann verður einnig góð samkeppni með þeim Ameobi og Lua-Lua og ætlar Sir Bobby að leyfa þessum strák að spila eitthvað á komandi tímabili og til sönnunnar um það hefur Newcastle hafnað öllum lánsboðum sem komið hafa í leikmanninn. Newcastle er einnig með Carl Cort en ég efast um að hann fá mikið að spila á næsta tímabili.

Endilega komið með komment um Newcastle og segið einnig hvað ykkur finnst um liðið og hvernig því ætti að vera stillt upp.
ViktorXZ