Jájá, sama hér, ég sá hinar greinarnar og ákvað að gera sonna líka um uppáhalds liðið mitt, Arsenal.

Félag: Arsenal A.K.A. Gunners
Þjálfari: Arsene Wenger
Líklegt byrjunarlið:

—————–Lehmann————— –

—-Lauren—Campbell—Keown—Cole—–

—- Ljungberg—Silva—Viera—Pires—-

———–Ber gkamp——Henry———–


Markið: Jens Lehmann mun vera í þessari stöðu alla leiktíðina nema hann meiðist, þá eru Rami Shaaban og Stuart Taylor til vara.
Einkunn: 8.5

Hægri bakvörður: Lauren á þessa stöðu ekkert meira um það að segja.
Einkunn: 9

Vinstri bakvörður: Maðurinn í þessa stöðu er án efa Asley Cole. Hann er mjög sóknardjarfur og að mínu mati fær enginn annar að spila þessa stöðu.
Enkunn: 9

Miðverðir: Sol Campbell án vafa í miðvörðinn, en honum við hlið geta verið Martin Keown, en hann fer bráðum að draga sig í hlé, svo eru Pascal Cygan, en mér finns hann ekki hafa verið að standa sig. Kolo Toure er líka möguleiki í þessa stöðu.

Einkunn: 8

Hægri kantur: Ljungberg er líklegur í þessa stöðu en einnig er Van Bronckhorst til staðar ásamt Wiltord og Parlour.

Einkunn: 8.5

Vinstri kantur: Besti maðurinn í þessa stöðu er Robert Pires. Hann er stórkostlegur leikmaður og kemur með ótrúlegar sendingar fyrir utanaf kantinum. Wiltord og Parlour, sem koma einnig til greina hér ef Pires meiðist.

Einkunn: 9

Miðjan: Þetta er erfitt val fyrir Wenger. Hann hefur úr að velja Viera, sem er stórkostlegur leikmaður með frábæra samhæfni, Gilberto Silva sme líka líklegur á miðjuna, Kolo Toure sem fær örugglega að kíkja inná við og við, Svo er það líka Edu, sem kemur líka sterkur inn.

Einkunn: 9

Sóknin: Sóknir er náttúrulega með snillinginn Henry sem getur búið til mark úr engu og er kemur líka með mjög lúmskar sendingar. Svo er það gamla kempan hann Bergkamp, en hann skrifaði undir eins árs samning við arssenal nú í sumar. Kanu er líka mjög trikkí gaur en hann er nú eitthvað farinn að ryðga og mun því lítið spila. Jeffers er einnig til taks en hann er kannski á leiðinni til síns gamla félags, Everton.

Einkunn: 9.5

Ég spái Arsenal sigri í deildinni og kannski ná þeir að landa öðrum bikar og verða tvöfaldir meistarar. Ég held að Arsenal eigi eftir að ná nokkuð langt í meistaradeildinni.

Mín spá fyrir komandi leiktíð er að Arsenal vinni deildina, Manchester United verði í öðru, Chelsea, Liverpool eða Everton lendi í þriðja.
Ég tel að Leicester, Fulham og Birmingham falli niður.
“Thierry Henry er eins og vel slípaður sportbíll” - Hemmi Gunn, Arsenal vs. Juventus ‘05 -’06