Hver er besti senterinn í deildinni? Já, það er nú margir sem koma til greina sem besti senterinn.

Thierry Henry er að sjálfsögðu með þeim betri ótrúlegur leikmaðurmeð mikla tækni og hraða og jafnframt held ég að hann gæti spjarað sig sem Attacking Midfielder fyrir afgtan þá tvo sentera hann er með það mikið hugmyndaflug. Ruud Van Nistelrooy er líka frábær senter og hefur sprengikraft, gríðarlega tækni, styrk, góður að klára færi og er að allan leikinn.. Alan Shearer er líka snillingur og er auðvitað einn af betri leikmönnum Englendinga hingað til og átti frábært tímabil í fyrra. Styrkur hans felst í þrumuskotum hans, líkamlegum styrk, góður í að klára færin, frábær skallamaður, vinnuþjarkur og allir eru þessir leikmenn góðar vítaskyttur. James Beattie átti stórkostlegt tímabil í fyrra, og vann sér sæti í enska landsliðinu. Hann var alltaf talið mikið efni en hefur aldrei sýnt hvers hann er megnugur fyrr en í fyrra, þá blómstraði hann. Hann er sterkur, flótur og mjög markheppinn. Síðan er það seinasta nafnið sem ég nefni og það er Michael Owen. Owen er mjög fljótur, teknískur, góð vítaskytta, klárar færin vel og er lunkinn í að staðsetja sig á réttan stað á réttum tíma.

Nú spyr ég ykkur hver er besti senterinn í Ensku Úrvalsdeildinni?
(Ekki segja bara leikmann sem er í ykkar uppáhaldsliði):)