Þýska pressan heldur því fram að spútniklið Bundesligunnar í ár, Schalke 04, sé með kaup á Edgar Davids á prjónunum. Tvennt þykir auka á trúverðugleika fréttarinnar: Davids sást á labbi í Gelsenkirchen, heimabæ Schalke, og þar fyrir utan hefur einn af forkólfum þýska liðsins, Rudi Dassauer, lýst því yfir að félagið sé í þann mund að fara ganga frá kaupum sem muni fá íþróttaheiminn til að grípa andann á lofti. Það er bara ekkert annað!
Nú segja Juve-aðdáendur “isss, þetta er bara innistæðulaus kjaftasaga sem ég trúi ekki fyrir mitt litla líf!” Jújú, auðvitað er þetta bara orðrómur, en eins og ég hef sagt áður hika Juve ekki við að selja stjörnur sínar ef þeir á annað borð fá góðan díl. Dæmi um það eru Baggio, Vialli, Ravanelli, Vieri, Jugovic,…..o.s.frv. Sjáum til.