Hann er farinn til Chelsea á litlar 15 milljónir punda og þar með hefur Chelsea eytt tæplega 50 milljón punda í leikmenn í sumar og það verður að teljast gríðarleg upphæð. Veron skrifaði undir 4 ára samning við liðið. Baráttan um sæti á miðjunni hjá Chelsea er því orðinn býsna hörð því fyrir eru þeir: Emmanuel Petit, Frank Lampard, Joe Cole og Geremi. Þeir hafa síðan verið oraðir við einhverja fleiri miðjumenn. Þetta er auðvitað bara rugl. Samkeppnin er orðin það mikil að það væri fáránlegt að kaupa fleiri menn þar. Fimm menn að berjast um 2 stöður er mjög mikið en samkeppni leiðir oft til þess að menn fara að æfa meira en getur líka leit til þess að menn fara að hugsa sér til hreyfingar.

Meira af Chelsea því í gær voru leikmannanúmer þeirra ákveðin. Nýju mennirnir Glen Johnson, Wayne Bridge, Damien Duff og Geremi hafa fengið númerin 2, 18, 11, og 14. Boudjewin Zenden hefur fengið númerið 24 og bendir til þess að hann sé á leið frá Chelsea.

Alex Ferguson hefur gefið upp ástæðu fyrir að selja Verón. Hann segir að það sé vissulega alltaf erfit að selja góðan leikmann en sagði jafnframmt að það væru svo margir miðjumenn sem spiluðu þessa stöðu. Nú þegar eru þeir Nicky Butt, Roy Keane, Paul Scholes og Eric Djemba-Djemba þar og síðan er Fergie að kaupa Kleberson. Persónulega hefði ég sleppt því að kaupa Djemba-Djemba og haldið Verón en líklega er þatta allt einnhver stór áætlun hjá Fergie eða hvað…..