Stórveldið riðar til falls Nú á stórveldi Skagamanna í miklum fjárhagskröggum og hafa undanfarið verið að reyna að selja allt sem seljanlegt er (þ.á.m. leikmenn). Ég held að þetta sýni hve fallvölt gæfan er - það er ekki langt síðan gulir voru í 2. deild (1. deild núna), enn styttra síðan þeir voru að mala gull á Evrópukeppninni og núna eru þeir gjaldþrota. Menn verða því að passa sig á því að vera ekki að pumpa upp laun leikmanna (KR) og starfsmanna, það á það til að enda með ósköpum.

Sýnum samhug í verki og gefum ÍA mönnum pening, söfnunarbaukar koma inn á öll heimili landsins á næstu dögum.

baráttukveðjur,
thom